Kórdrengir og Grindavík mættust í hörkuleik í 8. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Niðurstaðan varð jafntefli.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik. Það var svo Sigurður Bjartur Hallsson sem kom Grindvíkingum yfir um miðbik seinni hálfleiks. 0-1.
Það stefndi í mjög svo mikilvægan sigur gestanna þegar Albert Brynjar Ingason jafnaði fyrir Kórdrengi í blálok leiksins, í uppbótartíma. Markið var það síðasta í leiknum. Lokatölur 1-1.
Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig. ÍBV og Fjölnir eiga þó eftir að leika í umferðinni og geta jafnað liðið að stigum.
Kórdrengir eru í þriðja sæti með 15 stig. Sem fyrr segir þá eiga önnur lið leiki inni sem geta þá farið upp fyrir Kórdrengina.