Fjórum leikjum í Mjólkurbikarnum lauk rétt í þessu og voru engin óvænt úrslit. Pepsi-deildarliðin fóru öll áfram og þá vann Fjölnir 3.deildarliðið Augnablik.
Fjölnir vann öruggan 1-4 sigur á Augnablik í Fífunni. Augnablik var ekki síðra liðið úti á velli og spiluðu vel út frá marki. Fjölnir er þó með sterkari einstaklinga og skóp það sigurinn.
Augnablik 1 – 4 Fjölnir
0-1 Hallvarður Óskar Sigurðarson (‘9 )
0-2 Kristófer Jacobson Reyes (’16 )
0-3 Ragnar Leósson (’66 )
1-3 Arnar Laufdal Arnarsson (’67 )
1-4 Andri Freyr Jónasson (’89 )
ÍA vann öruggan 3-0 sigur gegn Fram sem hefur verið frábært í Lengjudeildinni í sumar. Morten Beck kom ÍA yfir snemma leiks og Steinar Þorsteinsson tryggði sigurinn með tveimur mörkum.
ÍA 3 – 0 Fram
1-0 Morten Beck Andersen (‘5 )
2-0 Steinar Þorsteinsson (’11 , víti)
3-0 Steinar Þorsteinsson (’21 )
Óli Jó vann sigur í sínum fyrsta leik með FH eftir að hann tók við liðinu í vikunni. Njarðvíkingar komust yfir en FH-ingar sýndu karakter og komu til baka og unnu á endanum 4-1 sigur.
FH 4 – 1 Njarðvík
0-1 Bergþór Ingi Smárason (’25 )
1-1 Björn Daníel Sverrisson (’36 )
2-1 Steven Lennon (’43 )
3-1 Matthías Vilhjálmsson (’79 )
4-1 Guðmundur Kristjánsson (’90 )
HK tryggði sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Gróttu. Stefan Ljubicic og Martin Rauschenberg skoruðu mörk HK en Pétur Theódór minnkaði muninn undir lok leiks sem dugði ekki til.
HK 2 – 1 Grótta
1-0 Stefan Alexander Ljubicic (‘8 )
2-0 Martin Rauschenberg Brorsen (’60 )
2-1 Pétur Theódór Árnason (’80 )