fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Leikur Blika og FH stoppaður – Kallað á lækni úr stúkunni

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 20:05

Jason Daði Svanþórsson. Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er í gangi leikur Breiðabliks og FH í Pepsi-Max deild karla. Blikar eru 2-0 yfir í leiknum, Kristinn Steindórsson skoraði fyrra markið á 19. mínútu og Jason Daði tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar.

Eftir um hálftíma leik var Jason Daði að skokka til baka þar til hann stoppaði og leit út fyrir að vera að missa andann eða með einhvers konar verk yfir brjóstkassanum. Hann lagðist þá niður og inn hljópu vallarstarfsmenn með börur.

Stuttu seinna var óskað eftir lækni úr stúkunni. Hann fékk einhvers konar aðhlynningu á vellinum og var svo borinn af velli. Ekki liggur fyrir hvað amar að Jasoni Daða en vonandi er það ekki alvarlegt. Við sendum honum baráttukveðjur.

Það muna auðvitað flestir eftir hræðilegu atviki sem gerðist í leik Dana og Finna á Evrópumótinu í knattspyrnu þegar Eriksen féll niður og reyndist fara í hjartastopp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn
433Sport
Í gær

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu