fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Gylfi Sig selur uppáhaldsíbúðina sína í Kópavogi – Sjáðu myndirnar

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 08:00

Knattspyrnukappinn dáði hefur ákveðið að selja glæsilega íbúð í Þorrasölum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er launahæsti íþróttamaður í sögu lands og þjóðar en á síðasta ári var kappinn með 850 milljónir króna í árslaun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton. Gylfi Þór er ekki aðeins útsjónarsamur inni á vellinum því utan hans er hann þekktur fyrir að vera skynsamur í fjárfestingum en helst kýs hann að fjárfesta í fasteignum og sjávarútvegi.

Þannig á Gylfi Þór útgerðarfélagið Blakknes ásamt föður sínum, Sigurði  Aðalsteinssyni og eldri bróður, Ólafi Má Sigurðssyni. Á dögunum greindu Fiskifréttir frá því að félagið hafi fjárfest í nýjum bát sem gerður verður út frá Sandgerði.

Þá hefur DV fjallað um íbúðasafn Gylfa Þórs  sem er veglegt í meira lagi og er skráð á fyrirtæki sem er í 60% eigu knattspyrnukappans og 20%  í eigu föður hans og bróðurs. Íbúðirnar voru flestar í útleigu en ein eign skar sig úr  – 107 fermetra íbúð í Þorrasölum 17 í Kópavogi. Þá eign hefur Gylfi  og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir sjálf dvalið í.

Nú dregur þó til tíðinda því íbúðin er auglýst til sölu og er ásett verð 69,9 milljónir króna. Í fyrri umfjöllun DV kom fram að eignin hefði verið keypt á 42,5 milljónir króna árið 2014 og því hefur verið um góða fjárfestingu að ræða.

Eignin er glæsileg í alla staði og ljóst er að vel hefur farið um Gylfa Þór í Salahverfinu.

 

Sjón er sögu ríkari

Myndir / Fasteignaljósmyndun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum