Vestri vann útisigur á Víkingi Ólafsvík í síðasta leik 7. umferðar í Lengjudeild karla.
Vladimir Tufegdzic kom Vestra yfir strax á 6. mínútu. Nacho Gil tvöfaldaði forystu þeirra um hálftíma síðar. Staðan í hálfleik var 0-2.
Tufegdzic bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Vestra á 53. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur 0-3 fyrir gestina.
Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig eftir leikina sjö.
Víkingar eru í miklum vandræðum. Þeir hafa aðeins eitt stig og eru á botni deildarinnar, 4 stigum frá öruggu sæti.