fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Ótrúlegir yfirburðir Blika á öllum sviðum en uppskeran rýr

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júní 2021 14:30

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vann 3-1 sigur á Breiðabliki í efstu deild karla á miðvikudag en leikurinn á Hlíðarenda var ansi áhugaverð rimma. Blikar sóttu mikið í leiknum en færanýting Blika var slök og reynt lið Vals gekk á lagið. Tölfræðin úr leiknum er hreint ótrúleg.

Breiðablik var 66 prósent með boltann í leiknum, Breiðablik hélt boltanum í rúmar 35 mínútur í leiknum en Valsmenn aðeins í tæpar 19 mínútur.

XG tölfræðin sem margir hafa gaman af var Blikum í hag, liðið skoraði aðeins eitt mark í leiknum en XG tölfræði liðsins var 2,72 mörk. Valsmenn sem skoruðu þrjú mörk í leiknum voru með XG tölfræði upp á 1,67 mörk. „Expected goals“ segir til um hversu mörg góð færi lið fékk til þess að skora í leiknum.

Blikar héldu boltanum í 94 skipti í leiknum, í ellefu skipti héldu Blikar boltanum í meira en 45 sekúndur. Valsmenn gerðu það aldrei. Valsmenn héldu boltanum í 75 skipti í leiknum.

Blikar skutu 15 sinnum að marki Vals en fjögur fóru á markið, Valsmenn skutu átta sinnum að marki Blika og fóru fimm á markið.

Ólafur Jóhannesson sérfræðingur Stöð2 Sport sagði að Breiðablik hefði tapað baráttunni á miðsvæðinu, liðinu hefði vantað stál og fleiri kíló á miðsvæðið. En tölfræðin segir aðra sögu, bæði lið unnu boltann 55 sinnum í leiknum. Blikar unnu boltann í 42 skipti á vallarhelmingi Vals en Valur vann boltann 22 sinnum á vallarhelmingi Blika.

Valsmenn sendu boltann 271 sinni í leiknum og voru 72 prósent sendinga heppnaðar. Blikar sendu boltann 585 sinnum í leiknum og heppnuðust 85 prósent sendinga þeirra. Blikar sendu boltann 213 sinnum fram völlinn en Valsmenn í 123 skipti.

Þrátt fyrir yfirburði á flestum stöðum vallarins tapaði Breiðablik leiknum en Valsmenn sitja á toppi deildarinnar þrátt fyrir að hafa fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“