Fram burstaði Þrótt Reykjavík á heimavelli í 7. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Þeir fara ótrúlega af stað í deildinni.
Kyle McLagan kom heimamönnum yfir á 15. mínútu. Róbert Hauksson jafnaði fyrir Þrótt eftir tæpan hálftíma leik en Þórir Guðjónsson svaraði strax með öðru marki fyrir Fram.
Guðmundur Magnússon fór svo langt með að gera út um leikinn með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 4-1.
Þórir bætti við sínu öðru marki á 51. mínútu. Sam Ford fékk tækifæri til að klóra í bakkann fyrir Þrótt af vítapunktinum en tókst ekki að nýta sér það. Lokatölur 5-1.
Fram er með 21 stig, fullt hús stiga. Þróttur er í tíunda sæti með 4 stig. Þeir hafa þó leikið einum leik meira en Selfoss, sem er með jafnmörg stig og Víkingur Ólafsvík sem er með 1 stig.