Þó nokkrir Íslendingar léku í efstu deild Noregs í dag.
Samúel Kári Friðjónsson skoraði fyrir Viking í 4-1 sigri á Valarenga. Hann kom liðinu í 3-1 með sínu marki. Viðar Örn Kjartansson er á meiðslalistanum hjá Valarenga. Viking er í fimmta sæti með 12 stig eftir sjö leiki. Valarenga er sæti neðar með 11 stig.
Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt í 2-0 sigri á Mjöndalen. Alfons og félagar, sem eru ríkjandi Noregsmeistarar, eru á toppi deildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki.
Emil Pálsson lék allan leikinn með Sarpsborg í markalausu jafntefli gegn Brann. Sarpsborg er í áttunda sæti með 6 stig eftir fimm leiki.
Það var Íslendingaslagur þegar Stromsgodset tók á móti Rosenborg. Allir þrír Íslendingar sem tóku þátt í leiknum byrjuðu þó á bekknum, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson hjá heimamönnum og Hólmar Örn Eyjólfsson hjá gestunum. Valdimar kom inn á í blálok leiksins. Honum lauk 2-1 fyrir Stromsgodset. Liðið er nú í sjöunda sæti með 7 stig. Rosenborg er í fjórða sæti með 14 stig eftir átta leiki.