fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Blikar kláruðu Fylki á tíu mínútna kafla

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Fylki í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Heimamenn unnu sigur.

Fyrri hálfleikur var rólegur og var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja í leikhlé.

Heimamenn fóru svo langt með að klára leikinn á stuttum kafla í byrjun seinni hálfleiks. Fyrst kom Árni Vilhjálmsson þeim yfir á 46. mínútu eftir sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Kristni Steindórssyni.

Blikar tvöfölduðu svo forystu sína á 54. mínútu. Þá skoraði Viktor Karl Einarsson. Hann skoraði eftir að hafa fylgt eftir skoti Gísla Eyjólfssonar sem fór í stöngina.

Breiðablik sigldi sigrinum svo í höfn. Lokatölur urðu 2-0 í Kópavogi.

Blikar fara upp í fjórða sætið með sigrinum. Þeir eru með 13 stig eftir sjö leiki. Fylkir er í áttunda sætinu. Þeir eru með 7 stig eftir að hafa leikið átta leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina