Vestri vann mikilvægan sigur gegn Aftureldingu á heimavelli í 6. umferð Lengjudeildar karla í dag.
Vladimir Tufegdzic kom heimamönnum yfir skömmu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-0.
Luke Rae bætti svo við öðru marki um miðjan seinni hálfleik. Aftureldingu tókst að minnka muninn þegar lítið lifði leiks með marki Pedro Vazquez af vítapunktinum. Nær komust Mosfellingar þó ekki. Lokatölur fyrir vestan urðu 2-1, heimamönnum í vil.
Vestri er komið með 9 stig og er í fimmta sæti deildarinnar eftir umferðirnar sex.
Afturelding er í níunda sæti með 5 stig. Þeir eru stigi fyrir ofan fallsæti.