Fylkir sigraði Tindastól á heimavelli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Um var að ræða frestaðan leik frá því í 2. umferð.
Hulda Hrund Arnarsdæottir kom Fylki yfir á 26. mínútu leiksins með flottu marki. Staðan í hálfleik var 1-0.
Heimakonur tvöfölduðu forystu sína eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik þegar Shannon Simon skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Sæunni Björnsdóttur. Hugrún Pálsdóttur tókst að minnka muninn fyrir gestina með marki í lok leiks. Nær komust þær hins vegar ekki. Lokatölur urðu 2-1 í Árbænum.
Þess má geta að þetta var fyrsti sigur Fylkiskvenna í deildinni í ár.
Með sigrinum fer Fylkir upp fyrir Tindastól. Þær eru nú með 5 stig í níunda sæti. Norðankonur eru neðstar, með stigi minna.