fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Óeining í franska hópnum – Skærasta stjarna hópsins í fýlu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 08:35

Kylian Mbappe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óeining í franska landsliðshópnum nú nokkrum dögum fyrir Evrópumótið, franskir fjölmiðlar segja að það andi köldu á milli Kylian Mbappe og Olivier Giroud.

Ósætti þeirra á milli sást greinilega í æfingaleik gegn Búlgaríu á þriðjudag, þar vann Frakkland fínan 3-0 sigur.

Í leiknum tengdu Mbappe og Giroud ekki vel og var hinn stóri og stæðilegi Giroud verulega ósáttur með Mbappe. „Stundum tekur þú hlaup en boltinn kemur ekki, kannski getum við fundið hvorn annan betur,“ sagði Giroud að leik loknum og orðum hans beint til Mbappe.

Líkamstjáning Mbappe í leiknum var slæm og var hann ósáttur þegar Didier Deschammps tók hann af velli. Mbappe var svo brjálaður út í Giroud fyrir að hafa verið að ræða málin við fjölmiðla.

Segja franskir miðlar að Mbappe hafi verið verulega óhress og íhuga að boða blaðamannafund til að segja frá óánægju sinni, franska sambandinu tókst að koma í veg fyrir það.

Frakkar urðu Heimsmeistarar fyrir þremur árum og eru til alls líklegir á EM ef stemmingin í hópnum er í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“