Fjórir leikir fóru fram í 6. umferð 2.deildar karla í kvöld.
Markajafntefli fyrir norðan
Magni tók á móti KF á Grenivík og úr varð hörkuleikur sem lauk með jafntefli.
Jeffrey Monakana kom heimamönnum yfir á 17. mínútu. Þorsteinn Már Þorvaldsson jafnaði fyrir KF stuttu síðar. Theodore Develan Wilson kom gestunum svo yfir á 25. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-2.
Hjörvar Sigurgeirsson jafnaði fyrir Magna eftir klukkutíma leik. Monakana skoraði svo sitt annað mark úr víti og kom heimamönnum yfir á 86. mínútu. Ljobomir Delic tókst þó að jafna fyrir KF í uppbótartíma. Lokatölur 3-3.
KF er í öðru sæti deildarinnar með 11 stig. Magni er í því tíunda með 5 stig.
Njarðvík vann ÍR
Njarðvík tók á móti ÍR og vann góðan sigur.
Andri Fannar Freysson kom heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Helgi Freyr Sigurgeirsson, leikmaður ÍR, gerði svo sjálfsmark seint í leiknum. Lokatölur 2-0.
Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. ÍR er með jafnmörg stig í fimmta sæti.
Nýliðarnir skelltu Þrótti í Vogum
Reynir Sandgerði vann mjög góðan útisigur gegn Þrótti Vogum.
Sindri Lars Ómarsson kom þeim yfir á 20. mínútu en Viktor Segatta jafnaði fimm mínútum síðar. Edon Osmani kom Reyni þó aftur yfir eftir rúman hálftíma leik. Staðan í hálfleik var 1-2.
Kristófer Viðarsson bætti svo einu marki við fyrir gestina þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks.
Reynir er á toppi deildarinnar með 12 stig. Þróttur er í fimmta sæti með 9 stig.
Tíu menn Hauka gerðu jafntefli við KV
KV tók á móti Haukum í Vesturbæ. Leiknum lauk með jafntefli.
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, leikmaður Hauka, fékk rautt spjald eftir rúman hálftíma leik. Staðan í hálfleik var markalaus.
KV komst yfir á 56. mínútu. Haukum tókst að jafna í lok leiks er markvörður heimamanna varði boltann í samherja sinn og inn í markið eftir hornspyrnu. Þess má geta að hinn 17 ára gamli Indrit Hoti lék í marki Hauka síðustu mínúturnar í leiknum vegna meiðsla Óskars Sigþórssonar. Lokatölur urðu 1-1.
Haukar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 8 stig. KV er í því fjórða með tíu stig.