fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: FH vann eftir vítaspyrnukeppni – Valur, Selfoss og Afturelding áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Valur, FH, Afturelding og Selfoss eru komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á andstæðingum sínum í 16-liða úrslitunum í kvöld.

Valur rúllaði yfir Völsung á Húsavík

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen kom Val yfir á 16. mínútu á Húsavík. Hún var svo aftur á ferðinni nokkrum mínutum síðar með öðru mark. Fanndís Friðriksdóttir, Mist Edvardsdóttir og Elín Metta Jensen áttu þá eftir að bæta við mörkum fyrir hálfleik. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði svo sjötta og sjöunda mark Vals. Það fyrra á 48. mínútu og það seinna stundarfjórðungi síðar. Lokatölur 0-7.

Selfoss sló KR út í Vesturbænum

Brenna Lovera kom Selfyssingum yfir í Vesturbæ eftir tæpan stundarfjórðung. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði annað mark þeirra eftir rúman klukkutíma leik. Brynja Líf Jónsdóttir skoraði svo þriðja mark gestanna í lok leiks. Lokatölur 0-3.

Afturelding vann í Grindavík

Bæði mörk Aftureldingar í 0-2 sigri á Grindavík komu í seinni hálfleik. Það fyrra skoraði Sara Lissy Chontosh þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Það seinna gerði Ragna Guðrún Guðmundsdóttir svo í blálokin.

FH áfram eftir vítaspyrnukeppni

Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH yfir gegn Þór/KA snemma leiks. Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði fyrir gestina frá Akureyri eftir klukkutíma leik. Það var jafnt eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. FH vann svo í vítaspyrnukeppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham