Auknar líkur eru á því að Kjartan Henry Finnbogason gangi í raðir KR eftir helgi, það kemur þó betur í ljós eftir helgi. Þetta herma heimildir 433.is.
Kjartan Henry er með samning við Esbjerg út júní en til umræðu er að samningi hans verði rift fyrr. Kjartan Henry hefur áhuga á því að koma heim í KR en fjölskylda hans er flutt til Íslands.
Esbjerg undir stjórn Ólafs Kristjánssonar tapaði gegn Silkeborg í gær og vonin um að komast upp í úrvalsdeildina er veik.
Kjartan sem er 34 ára gamall gekk í raðir Esbjerg í upphafi árs en liðið situr í þriðja sæti og er liðið átta stigum á eftir Vilborg sem situr í öðru sæti en Vilborg á leik til góða. Fjórar umferðir eru eftir og því aðeins tólf stig eftir í pottinum.
Esbjerg leikur gegn Fredericia á mánudag og eftir þann leik gæti framtíð Kjartans Henry ráðist. Ef framherjinn riftir samningi sínum fyrir 12 maí getur hann samið við KR en félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar þann dag.
Kjartan lék með KR frá 2010 til 2014 og sló í gegn en síðan þá hefur hann átt farsælan feril í atvinnumennsku. Ef Kjartan gengur ekki í raðir KR í næstu viku er talið öruggt að hann komi til félagsins í júlí.