Kórdrengir og Þróttur Reykjavík mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu í 4. umferð Lengjudeildar karla í dag. Heimamenn unnu að lokum eftir spennandi leik.
Daði Bergsson kom gestunum úr Laugardalnum yfir á 40. mínútu leiksins. Nathan Alan Dale tókst þó að jafna fyrir Kórdrengi rétt fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1.
Kórdrengir fundu sigurmark þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Þá skoraði Connor Mark Simpson. Lokatölur í Breiðholti urðu 2-1 fyrir Kórdrengi.
Kórdrengir eru komnir upp í fjórða sæti deildarinnar, tímabundið hið minnsta, með 7 stig.
Þróttarar eru með 3 stig í tíunda sætinu.