Grótta vann stórsigur gegn Vestra í síðasta leik 3. umferðar í Lengjudeild karla í dag. Pétur Theódór Árnason skoraði sína aðra þrennu á tímabilinu í leiknum.
Pétur Theódór kom Gróttu yfir á 8. mínútu. Kjartan Kári Halldórsson bætti við marki fyrir þá um tíu mínútum síðar. Um miðjan fyrri hálfleik skoraði Björn Axel Guðjónsson svo þriðja mark Gróttu. Á 33. mínútu gerðu heimamenn algjörlega út um leikinn þegar Pétur Theódór skoraði sitt annað mark. Staðan í hálfleik var 4-0.
Heimamönnum létu sér það nægja að bæta einu marki við í seinni hálfleik. Það var einmitt þriðja mark Péturs Theódórs. Eins og áður kom fram er þetta önnur þrenna hans á leiktíðinni. Hann skoraði þá fyrri í 4-3 sigri gegn Þór í fyrstu umferð. Lokatölur í dag urðu 5-0.
Bæði lið eru nú með 6 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.