ÍA vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deild karla á leiktíðinni með útisigri gegn HK í Kórnum í kvöld.
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir á 8. mínútu leiksins. Um miðbik fyrri hálfleiks fengu gestirnir víti. Þórður Þorsteinn Þórðarson fór á punktinn og skoraði. Staðan í hálfleik var 1-1.
Þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks kom Viktor Jónsson Skagamönnum yfir. Á 90. mínútu fékk Hallur Flosason svo sitt annað gula spjald og þar með rautt. Tíu leikmönnum ÍA tókst þó að bæta við marki. Ingi Þór Sigurðsson skoraði þá af löngu færi eftir að markvörður HK hafði verið kominn út úr marki sínu.
ÍA er nú komið með 5 stig eftir fimm leiki. HK hefur aðeins tvö stig.