KR og Grótta unnu sína leiki í 3. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.
KR setti fjögur á Skagakonur
Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR yfir á heimavelli gegn ÍA í kvöld eftir stundarfjórðung. Sigrún Eva Sigurðardóttir jafnaði fyrir Skagakonur skömmu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1.
Ingunn Haraldsdóttir kom heimakonum aftur yfir á 54. mínútu. Þær áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum í blálokin. Þriðja markið skoraði Kathleen Rebecca Pingel. Það fjórða gerði Laufey Björnsdóttir. Lokatölur í Vesturbænum urðu 4-1.
KR er með 6 stig eftir þrjá leiki. ÍA hefur 3 stig.
Eydís með þrennu er Grótta vann nýliðanna
Eydís Lilja Eysteinsdóttir gerði tvö mörk fyrir Gróttu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins á heimavelli gegn Grindavík. Christabel Oduro minnkaði muninn fyrir gestina á 16. mínútu. Staðan í hálfleik var 2-1.
Eydís Lilja fullkomnaði svo þrennu sína með marki undir lok leiks. Lokatölur urðu 3-1.
Grótta er með 6 stig eftir þrjá leiki. Grindavík er með 2 stig.