Tveimur leikjum lauk nýlega í Pepsi Max-deild kvenna.
Jafntefli í Árbænum
Fylkir fékk Keflavík í heimsókn á Wurth völlinn. Liðin deildu stigunum í kvöld.
Heimakonur byrjuðu leikinn betur en það var þó Keflavík sem komst yfir eftir rúman hálftíma. Þá skoraði Dröfn Einarsdóttir. Staðan í hálfleik var 0-1.
Eftir tæpan klukktíma leik fékk Fylkir víti. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn en Tiffany Sornpao varði frá henni. Heimakonum tókst þó að jafna örskömmu síðar með marki Valgerðar Óskar Valsdóttur. Lokatölur í kvöld urðu 1-1.
Keflavík er með 3 stig eftir fjóra leiki. Fylkir er með 1 stig eftir þrjá leiki.
Selfoss vann í skemmtilegum leik
Í Laugardalnum fékk Þróttur Reykjavík Selfoss í heimsókn. Gestirnir unnu eftir mikinn markaleik.
Anna María Friðgeirsdóttir kom Selfyssingum yfir eftir um tíu mínútur. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks rigndi mörkunum svo inn. Fyrst tvöfaldaði Caity Heap forystu gestanna á 41. mínútu. Örskömmu síðar minnkaði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir muninn fyrir heimakonur. Linda Líf Boama jafnaði svo fyrir Þrótt stuttu eftir það. Staðan í hálfleik var 2-2 eftir rosalegar mínútur.
Brenna Lovera kom gestunum í 2-4 með tveimur mörkum með stuttu millibili í upphafi seinni hálfleiks. Þróttarar náðu ekki að koma til baka eftir það. Þær minnkuðu að vísu muninn í blálokin með öðru marki Ólafar en nær komust þær ekki.
Selfoss er með fullt hús á toppi deildarinnar eftir fjóra leiki. Þróttur er með 3 stig.