fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
433Sport

Óskar Hrafn fær alla gagnrýnina en Rúnar sleppur – Er stór ástæða þess umræða í fjölmiðlum?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan í íslenskum fótboltaheimi er fjörug í upphafi sumars. Breiðablik hefur mikið verið í umræðunni, liðinu var spáð sigri í deildinni en liðið hefur byrjað illa. Breiðablik er með fjögur stig eftir fjóra leiki og hefur tapað sannfærandi gegn Víkingi og KR.

KR er á sama tíma með fjögur stig líkt og Blikar en lítil umræða hefur átt sér stað um slakt gengi KR. KR hefur tapað tveimur heimaleikjum í upphafi sumars. Umræðan um Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið mikil og hann fengið talsverða gagnrýni, ekkert bólar á gagnrýni í garð Rúnars Kristinssonar. Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu fór yfir þetta í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut í gær.

„Ég held að það sé sagan,“ sagði Benedikt Bóas um ástæðu þess að Óskar Hrafn fær alla gagnrýnina en Rúnar sleppur.

„Það eru rosalega stór nöfn á lausu. Óli Kristjáns, Óli Jó, Rúnar Páll, Heimir Hallgríms og Freyr. Ég efast um að það hafi einhvern tímann verið svona stór nöfn á lausu, það eykur pressuna á Óskar. Óskar hefur ekki unnið neitt, hann kom Gróttu upp úr 1 deild og var þjálfari ársins,“ sagði Benedikt um stöðu.

Rúnar Kristinsson er að stýra KR í annað sinn og hefur raðað inn titlum í Vesturbæinn, árið í fyrra var titlalaust og mistókst KR að komast í Evrópukeppni. Liðið byrjar svo brösuglega í ár.

„KR-ingar vita að þeir fá ekkert betri þjálfara en Rúnar Kristinsson, rekstrarumhverfi KR er mjög erfitt. Hann er að gera ótrúlega hluti, hann er að draga ótrúlegustu kílómetra af þessum gömlu körlum. Með því að fá Kjartan Henry og Finn Tómas, þá eru KR líklegir. Það sem maður sá gegn Val, þegar Kjartan Henry og Kristján Flóki voru mættir þá hefði Valur ekki höndlað mikið meira en tvær mínútur í viðbót. Þetta er ógnar sterkt að vera með þá tvö, þetta vita KR-ingar.“

Benedikt segir að Breiðablik eigi sér sterka málsvara í umræðunni um fótboltann og að það gæti truflað Blika. „Þetta er breytum um stefnu fótbolti, tölfræði og bla bla bla. Ég er ekkert viss um að ef Óskar verður þarna í fimm ár að næsti þjálfari á eftir haldi í það sama, hann mun breyta um stefnu. Þessi stefna verður aldrei til lengri tíma í Breiðablik, þeir töluðu digurbarkalega. Þeir eiga auðvitað vinsælasta podcast landsins í Dr. Football sem er Blika Radio. Svo eru þeir með Gunnar Birgisson á Fótbolta.net sem er að þjálfa hjá Blikum, bakland Breiðabliks er svo rosalega sterkt,“ sagði Benedikt.

Hann segir að stuðningsmenn Blika og sérfræðingar sem styðja liðið í umræðunni hafi blindast af úrslitum undirbúningstímabilsins. „Þeir blinduðust í upphafi móts og héldu að allir yrðu Íslandsmeistarar í mars og apríl, þeir fóru að tala Blikana upp. Það eru svo margir sem hlusta á þetta, raddir Breiðabliks heyrast svo mikið þarna. Heimir, Rúnar og Logi Ólafs, heldurðu að þeir hafi verið stressaðir í mars og apríl? Þeir voru það ekki.“

„Á meðan er maður að heyra að Óskar sé mættur út á Kópavogsvöll klukkan 07:00 á morgnana og sé að ofhugsa þetta.“

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika undir stjórn Óskars og því viðbúið að þetta gæti tekið tíma. „Það er rosalega mikið af breytingum, eðlilega er þetta þá tími breytinga og koma öllum þessum leikmönnum af stað. Óskar er andlit þess sem Kristján Óli (Í Dr. Football) og Gunni Birgis (Hlaðvarpi Fótbolta.net) segja, þeir eru alltaf að mala eitthvað. Þessir tveir, þeir halda að Breiðablik sé stórveldi. Þetta eru tveir titlar, hvað er það þegar þú berð þá saman við stóru liðin?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United tekur ákvörðun varðandi Maguire – Amorim segir hann þurfa að bæta þetta

United tekur ákvörðun varðandi Maguire – Amorim segir hann þurfa að bæta þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester City á eftir spennandi Úsbeka

Manchester City á eftir spennandi Úsbeka
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi og Eiður ofarlega á eftirsóknarverðum lista – Haaland nálgast toppinn

Gylfi og Eiður ofarlega á eftirsóknarverðum lista – Haaland nálgast toppinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Reynir hvað hann getur að koma sér burt frá Liverpool

Reynir hvað hann getur að koma sér burt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Tierney nálgast heimkomu
433Sport
Í gær

Íþróttaeldhugi ársins kynntur um helgina – Þessi þrjú eru tilnefnd

Íþróttaeldhugi ársins kynntur um helgina – Þessi þrjú eru tilnefnd
433Sport
Í gær

Átök á bak við tjöldin hjá United – Amorim reifst við eigin leikmann

Átök á bak við tjöldin hjá United – Amorim reifst við eigin leikmann