Markaþáttur um Lengjudeild karla fer af stað í kvöld á Hringbraut. Þá munu öll mörk úr 2. umferð verða skoðuð ásamt því að umdeild atvik verða tekin fyrir.
Hrafnkell Freyr Ágústsson verður sérfræðingur í þættinum en fáir þekkja Lengjudeildina betur en hann. Hörður Snævar Jónsson stýrir þættinum.
Þátturinn var á dagskrá klukkan 20:00 í kvöld en er endursýndur klukkan 22:00 á Hringbraut.
Úrslitin úr 2 umferð:
Þór 4 – 1 Grindavík
ÍBV 0 – 2 Fram
Fjölnir 1 – 0 Grótta
Kórdrengir 1 – 3 Selfoss
Víkingur Ó 1 – 5 Afturelding
Þróttur 1 – 3 Vestri