Víkingur vann virkilega góðan sigur á Breiðabliki á heimavelli hamingjunnar í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þeir fara glimdrandi vel af stað í mótinu.
Pablo Punyed kom Víkingum yfir eftir stundarfjórðung með marki af stuttu færi. Heimamenn fóru með sanngjarna forystu inn í hálfleik.
Blikum tókst ekki að ógna marki Víkinga mikið í leiknum. Á 86. mínútu fór Júlíus Magnússon langt með það að klára dæmið fyrir heimamenn þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Pablo.
Það var svo enginn annar en Kwame Quee sem gerði þriðja mark Víkinga í uppbótartíma, gegn sínum gömlu félögum. Lokatölur 3-0 fyrir Víking.
Víkingur er á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Frábær byrjun hjá þeim. Blikar eru hins vegar í verri málum. Þeir eru með 4 stig, eftir jafnmarga leiki.