Breiðablik og Selfoss unnu sigra gegn Þór/KA og Stjörnunni í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag.
Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir með skallamarki eftir rúman hálftíma leik. Það var ekki mikið annað um að vera í fyrri hálfleiknum. Staðan var 1-0 þegar liðin fóru inn í leikhlé. Agla María tvöfaldaði forystu heimakvenna í upphafi seinni hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu. Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þór/KA gerði þó slæm mistök í markinu. Sandra Nabweteme minnkaði muninn fyrir gestina með góðu marki stuttu síðar. Tiffany Mc Carty innsiglaði svo sigur Blika þegar hann skoraði með skalla eftir rúman klukkutíma leik. Lokatölur 3-1.
Breiðablik er með 6 stig eftir þrjá leiki. Þór/KA hefur 3 stig.
Anna María Friðgeirsdóttir kom heimakonum yfir á Selfossi eftir rúman hálftíma leik í dag. Selfoss fór með eins marks forystu inn í leikhlé. Betsy Hassett jafnaði fyrir Stjörnuna á 52. mínútu. Selfoss náði forystunni aftur tíu mínútum síðar. Þá skoraði Unnur Dóra Bergþórsdóttir. Stuttu síðar innsiglaði Hólmfríður Magnúsdóttir sigur heimakvenna. Lokatölur 3-1 fyrir Selfoss.
Selfoss er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Stjarnan er með 1 stig.