Fram vann góðan útisigur á ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld. Eyjamenn voru manni færri stærstan hluta leiks.
Á 17. mínútu fékk Fram víti þegar Sigurður Arnar Magnússon braut af sér sem síðasti varnarmaður. Hann fékk rautt spjald fyrir vikið. Albert Hafsteinsson fór á punktinn og skoraði. Heimamenn komnir í erfiða stöðu.
Alex Freyr Elísson innsiglaði sigur gestanna þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 0-2.
ÍBV, sem margir spáðu upp fyrir tímabil, er án stiga eftir tvær umferðir. Fram er með fullt hús.