fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik í Kópavogi – Mikkelsen með þrennu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti nýliðum Keflavíkur í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Heimamenn unnu að lokum öruggan sigur þó svo að það hafi tekið tíma að loka leiknum.

Á 11. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Þá átti Árni Vilhjálmsson fyrirgjöf fyrir mark Keflavíkur, Ísak Óli Ólafsson skallaði frá marki en beint á Viktor Karl Einarsson sem tók boltann niður, keyrði inn á vítateig Keflavíkur og fór niður eftir tæklingu Nacho Heras. Varnarmaðurinn náði þó til boltans í tæklingunni og því mætti segja að þetta hafi verið nokkuð harður dómur. Thomas Mikkelsen fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimamenn komnir yfir.

Nokkrum mínútum síðar átti Rúnar Þór Sigurgeirsson lága sendingu fyrir mark Blika. Boltinn hafði viðkomu í Viktori Karli á leið sinni inn á teig og skapaði töluverðan usla en enginn Keflvíkingur náði þó að pota boltanum í netið.

Um miðjan fyrri hálfleikinn tók Davíð Snær Jóhannsson á rás og hlóð í skot rétt fyrir utan teig. Skot hans fór þó framhjá markinu. Stuttu síðar fékk Kristinn Steindórsson tvö ágætis skotfæri hinum megin. Hvorugt þeirra þó mjög hættulegt.

Eftir tæpan hálftíma leik fékk miðvörðurinn Nacho flugbrautina og hlóð í skot rétt fyrir utan teig. Anton Ari Einarsson var þó vel á verði í marki Blika.

Besta færi Blika í fyrri hálfleik, að vítinu undanskildu, kom svo stuttu síðar. Þá kom Viktor Karl boltanum inn á Mikkelsen inni á teig. Daninn tók fast viðstöðulaust skot en Sindri Kristinn Ólafsson gerði vel í því að verja boltann í horn.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Breiðablik.

Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Fyrsta færi hans kom eftir tæpar tíu mínútur. Þá átti Viktor Karl langa sendingu á Mikkelsen, hann kom boltanum í fyrsta inn fyrir á Árna sem var í dauðafæri en fór illa að ráði sínu og skaut yfir. Stuttu síðar tók Kristinn skemmtilega hreyfingu framhjá varnarmanni gestanna inni á teig eftir sendingu frá Jasoni Daða Svanþórssyni. Kristinn náði þó ekki skoti á mark því Ísak Óli var mættur á elleftu stundu til að hreinsa frá.

Heimamenn komu knettinum í netið eftir tæpan klukkutíma leik en þá var Jason Daði dæmdur rangstæður í aðdragandanum. Hann hafði þá átt gott þríhyrningsspil við Höskuld Gunnlaugsson áður en hann setti boltann í netið.

Stuttu síðar tók við frábær kafli hjá Blikum sem gerðu út um leikinn. Mikkelsen tvöfaldaði forystu Blika á 68. mínútu. Alexander Helgi Sigurðarson átti góða sendingu upp völlinn á Viktor Karl sem stakk boltanum inn fyrir vörn Keflvíkinga á Mikkelsen sem kláraði færið sitt eins og alvöru framherja sæmir. 2-0.

Aðeins mínútu síðar var staðan orðin 3-0. Gísli Eyjólfsson, sem hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður, átti þá frábæran sprett upp völlinn, tók stuttan þríhyrning við Davíð Ingvarsson og renndi boltanum fyrir markið á Mikkelsen sem fullkomnaði þrennu sína.

Tveimur mínútum síðar fékk Mikkelsen svo sendingu inn fyrir vörn gestanna, braut sér leið framhjá Nacho og tók sprett í átt að endalínu. Hann sendi boltann svo út í teiginn þar sem Kristinn var mættur og afgreiddi botlann glæsilega í netið. Frábær kafli Blika kórónaður, 4-0.

Gísli átti gott skot rétt yfir mark Keflavíkur á 82. mínútu. Fleira markvert gerðist ekki. Stórsigur Blika staðreynd.

Breiðablik er með 4 stig eftir þrjár umferðir. Keflavík er með 3 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Í gær

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu