Octavio Paez, leikmaður Leiknis Reykjavík, fékk verðskuldað beint rautt spjald í 3-0 tapi gegn KA í kvöld. Brotið var ansi ljótt.
Paez fór, undir lok leiks, í glórulausa tveggja fóta tæklingu Kára Gautasyni á vallarhelmingi KA þegar lítið var um að vera. Brotið leit ansi illa út.
Myndbrot af atvikinu hefur verið birt á Twitter. Undir færsluna skrifar einn notandi ,,Þetta er líkamsárás.“ Það lýsir brotinu þokkalega vel.
Hér fyrir neðan má sjá atvikið.
Allt annað en svona 5 leikja bann er galið.. hvað er i gangi !? #fotboltinet pic.twitter.com/nuNNMqW60y
— Árni Eyjólfsson (@ArniBragi) May 12, 2021