KR hefur staðfest komu Kjartans Henry Finnbogasonar til félagsins en framherjinn knái skrifar undir þriggja ára samning.
Kjartan fékk samningi sínum rift eftir að ljóst varð að Esbjerg kemst ekki upp í úrvalsdeildinni, Ólafur Kristjánsson var rekinn sem þjálfari liðsins í fyrradag eftir að það varð ljóst.
Kjartan sem er 34 ára gamall gekk í raðir Esbjerg í upphafi árs en hann ætlaði sér að koma heim um mitt sumar.
Óóó Kjartan Henry…
Velkominn heim á Meistaravelli🖤🤍
Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í Vesturbæinn eftir árabil í atvinnumennsku og verður hjá KR næstu 3 tímabilin 👑⚽️#KHF9
Áfram KR!#allirsemeinn pic.twitter.com/XHH2sBH12Z
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 12, 2021
KR-ingar hafa verið að styrkja lið sitt en Finnur Tómas Pálamson kom til félagsins á láni í síðustu viku.
Ljóst er að Kjartan mun hið minnsta spila með KR til 37 ára aldurs og mun hann styrkja deildina mikið.