Það fóru nokkrir leikir fram í 2. umferð Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Afturelding, Fjölnir, Þór, ÍR, Augnablik og Úlfarnir komust áfram.
Fjölnir vann 7-1 sigur á KÁ. Jóhann Árni Gunnarsson, Lúkas Logi Heimisson og Hilmar Rafn Mikaelsson gerðu allir tvö mörk fyrir Fjölni. Orri Þórhallsson skoraði eitt. Egill Örn Atlason skoraði mark KÁ.
Afturelding vann SR 8-0. Elmar Kári Enesson Gogic skoraði tvö mörk fyrir Aftureldingu, líkt og Kári Steinn Hlífarsson. Hin mörkin skoruðu Daníel Darri Gunnarsson, Valgeir Árni Svansson, Jökull Jörvar Þórhallsson.
Þór vann þá nágrannaslaginn gegn Magna 3-0. Sölvi Sverrisson, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Aðalgeir Axelsson gerðu mörkin.
ÍR fór á Álftanes og vann 0-2 með mörkum frá Aleksandar Alexander Kostic og Axel Kára Vignissyni.
Augnablik vann öruggan 4-0 sigur á Ægi. Orri Fannar Björnsson skoraði tvennu. Breki Barkarson og reynsluboltinn Kári Ársælsson skoruðu einnig.
Úlfarnir unnu þá óvæntan 0-3 sigur á ÍH í Hafnarfirði. Arnór Siggeirsson, Halldór Bjarki Brynjarsson og Hilmar Þór Sólbergsson gerðu mörkin.