fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Raunveruleikinn í litlu bæjarfélagi í hnotskurn – „Trúi ekki að það sé typpamynda ákvæði“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudag vann ÍBV fínan sigur á Reyni Sandgerði í bikarnum, þegar verið var að fagna í klefanum tók Gary Martin upp Snapchat-myndband þar sem sést í naktan liðsfélaga hans. Umrætt efni var síðan sent á leikmenn ÍBV sem allir voru staddir í klefanum, leikmaðurinn umræddi sem myndin var tekin af brást illa við og lagði fram kæru á hendur Gary Martin.

Málið vakti mikla athygli í gær þegar ÍBV ákvað að reka enska framherjann burt frá félaginu. Hann er ósáttur með málalok en félagið taldi sig þurfa að ganga svona frá málum, agabrotið væri mjög alvarlegt.

Vestmannaeyjar nötra vegna málsins – „Þetta er stafrænt ofbeldi og viðbrögðin eru mjög eðlileg“

Málið var til umræður í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. „ÍBV mun fyrst og fremst blæða fyrir þetta. Þeir eru ekki að fara finna framherja í þessum gæðaflokki, deildin byrjar eftir viku,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur þáttarins.

Kristján telur að stjórn ÍBV hefði átt að taka leikmennina báða á fund og klára málið þar. „Mér finnst lélegast hvernig stjórn félagsins tæklar þetta mál. Þeir áttu að taka þessa menn saman á einhvern fund þar sem málin eru hreinsuð og menn fara út og einbeita sér að fyrsta leik.“

Kristján segir að ÍBV hefði átt að vita að með Gary Martin kæmi fjör og læti en hann efast um að félagið geti rift samningi hans svona án þess að greiða honum væna summu. „Ég trúi ekki að það sé eitthvað typpamynda ákvæði í samningnum.“

Nektarmynd ástæða þess að Gary var rekinn frá Eyjum – Kært hefur verið í málinu

Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins hafði þetta að segja. „Getur nú verið að Gary þurfi aðeins að líta í eigin barm,“ sagði Hjörvar.

„Núna er öll athyglin komin á þennan leikmann og allir munu fylgjast með honum í fyrstu leikjunum. Þetta er íslenskur fótbolti í hnotskurn í litlu bæjarfélagi. Það er alveg hægt að benda á ÍBV en ég held að Gary þurfi einnig að líta í eigin barm,“ sagði Hjörvar en greint var frá því að umræddur leikmaður sem kært hefur Gary væri væri tengdasonur þjálfara liðsins, Helga Sigurðssonar og hefði fjölskyldutengsl inn í stjórn knattspyrnudeildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær að mæta PSG í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera í þeirra eigu

Fær að mæta PSG í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera í þeirra eigu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Látbragð Vini Jr í gær vakti mikla athygli – Fór illa í marga

Látbragð Vini Jr í gær vakti mikla athygli – Fór illa í marga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal