fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Nektarmynd ástæða þess að Gary var rekinn frá Eyjum – Kært hefur verið í málinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 11:55

Mynd/ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært:12:02

Gary Martin framherji ÍBV var rekinn frá félaginu fyrr í dag. Ástæða þess er myndefni sem enski framherjinn tók í búningsklefa liðsins síðasta sunnudag. Þetta herma öruggar heimildir 433.is

Umrætt myndefni var tekið í búningsklefa ÍBV á sunnudag eftir að liðið vann sigur á Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum. Samkvæmt heimildum tók enski framherjinn myndefni upp í gegnum Snapchat þar sem leikmenn ÍBV voru að fagna og sást þar einn liðsfélagi hans nakinn. Deildi hann myndefninu í kjölfarið í lokuðum hóp leikmanna ÍBV.

Gary Martin hefur staðfest atvikið með yfirlýsingu sem hann sendi DV og segir að umræddur leikmaður hafi kært sig. „Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur. Í síðustu viku tók ég mynd inni í klefa eftir sigurleik af leikmanni nýkomnum úr sturtu og sendi með athugasemd sem átti að vera fyndin. Þó að mörgum þætti sendingin fyndin þá þótt leikmanninum sem myndin var af það ekki. Hann kærði mig til lögreglunnar og kvartaði til félagsins sem bregst við með þeim hætti sem fréttatilkynning þeirra sýnir,“ segir Gary.

Gary segir að hann hafi reynt að biðja leikmanninn afsökunar en án árangurs. „Ég hef margoft reynt að ná til leikmannsins en hann vill ekki hitta mig. Hef ég sent honum skilaboð þar sem ég bið hann auðmjúklega afsökunar á því að hafa sært hann en hann svarar ekki. Ég hef farið heim til hans en hann vildi ekki tala við mig.“

Gary segist sjálfur hafa séð fjöldan af nektarmyndum af sér á spjallhópi liðsins. „Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga.“

Gary Martin gekk í raðir ÍBV sumarið 2019 eftir að samningi hans við Val var rift, þá hafði hann lent upp á kannt við Ólaf Jóhannesson þá þjálfara Vals.

Enski framherjinn hefur spilað á Íslandi frá árinu 2010 en þá samdi hann við ÍA, hann var síðan keyptur til KR og fór þaðan í Víking. Eftir veru í atvinnumennsku kom Gary Martin aftur til Íslands árið 2019 og gekk í raðir Vals en var sendur þaðan í burt og fór til ÍBV.

 

Gary Martin hefur sent frá sér eftirfarandi  yfirlýsingu vegna málsins:

Í tilefni af fréttatilkynningu IBV vill ég taka eftirfarandi fram:
Ég hef lagt mig 100% fram fyrir félagið frá því ég kom og ávallt gert mitt besta. Það var gagnkvæm ánægja með samstarfið og m.a. þess vegna framlengdum við samningi mínum til ársloka 2022.

Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur. Í síðustu viku tók ég mynd inni í klefa eftir sigurleik af leikmanni nýkomnum úr sturtu og sendi með athugasemd sem átti að vera fyndin. Þó að mörgum þætti sendingin fyndin þá þótt leikmanninum sem myndin var af það ekki. Hann kærði mig til lögreglunnar og kvartaði til félagsins sem bregst við með þeim hætti sem fréttatilkynning þeirra sýnir.

Ég hef margoft reynt að ná til leikmannsins en hann vill ekki hitta mig. Hef ég sent honum skilaboð þar sem ég bið hann auðmjúklega afsökunar á því að hafa sært hann en hann svarar ekki. Ég hef farið heim til hans en hann vildi ekki tala við mig.
Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga.

Bæði ég og lögmaður minn erum búnir að reyna að sætta þetta mál en án árangurs. Hann hefur sagt mér að það sé líklega best fyrir alla aðila að leysa þetta mál hjá lögreglu með sáttameðferð því það sé þungt fyrir alla ef þetta fer fyrir dóm. En stjórn ÍBV hefur hafnað sáttum og ég þarf því líklega að sækja minn rétt gagnvart ÍBV og verja mig hjá lögreglu.
Ég vil að lokum þakka öllu fólkinu hér í eyjum fyrir frábæran tíma og viðkynningu. Einnig þjálfurum, leikmönnum og forsvarsmönnum ÍBV sem ég óska alls hins besta í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“