Daniel Ek, sænskur stofnandi og eigandi tónlistarstreymisveitunnar Spotify, segist hafa áhuga á því að kaupa Arsenal. Þetta skrifar hann á Twitter.
Mikil mótmæli hafa verið fyrir utan Emirates-leikvanginn, heimavöll Arsenal, í dag og í kvöld. Þar krefjast stuðningsmenn liðsins þess að Stan Kroenke, eigandi liðsins, hverfi á braut. Mótmælin eiga sér stað í kjölfar þess að Kroenke tók þátt í því að reyna að stofna nýja evrópska Ofurdeild. Sú hugmynd fór þó í vaskinn á dögunum.
Nú hefur Ek, sem metinn er á 4,7 milljarða bandaríkjadala, sagt að hann sé tilbúinn til þess að reyna að kaupa Arsenal ef að Kroenke hyggst selja. Þá tók Ek fram að hann hafi stutt liðið allt sitt líf.
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort að Kroenke muni íhuga að selja félagið í kjölfar mótmælanna í dag. Ef til þess kemur er aldrei að vita nema að Daniel Ek slái til og geri tilboð í félagið.
As a kid growing up, I’ve cheered for @Arsenal as long as I can remember. If KSE would like to sell Arsenal I'd be happy to throw my hat in the ring.
— Daniel Ek (@eldsjal) April 23, 2021