fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Eigandi Spotify segist hafa áhuga á því að kaupa Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 20:00

Daniel Ek. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Ek, sænskur stofnandi og eigandi tónlistarstreymisveitunnar Spotify, segist hafa áhuga á því að kaupa Arsenal. Þetta skrifar hann á Twitter.

Mikil mótmæli hafa verið fyrir utan Emirates-leikvanginn, heimavöll Arsenal, í dag og í kvöld. Þar krefjast stuðningsmenn liðsins þess að Stan Kroenke, eigandi liðsins, hverfi á braut. Mótmælin eiga sér stað í kjölfar þess að Kroenke tók þátt í því að reyna að stofna nýja evrópska Ofurdeild. Sú hugmynd fór þó í vaskinn á dögunum.

Nú hefur Ek, sem metinn er á 4,7 milljarða bandaríkjadala, sagt að hann sé tilbúinn til þess að reyna að kaupa Arsenal ef að Kroenke hyggst selja. Þá tók Ek fram að hann hafi stutt liðið allt sitt líf.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort að Kroenke muni íhuga að selja félagið í kjölfar mótmælanna í dag. Ef til þess kemur er aldrei að vita nema að Daniel Ek slái til og geri tilboð í félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Enginn gert betur en Van Dijk

Enginn gert betur en Van Dijk
433Sport
Í gær

Komst að því að eiginkonan hafði haldið framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Komst að því að eiginkonan hafði haldið framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín