Tottenham er búið að reka Jose Mourinho úr starfi knattspyrnustjóra. Mourinho tók við Tottenham á síðustu leiktíð.
Hann hafði misst tökin á gengi liðsins síðustu vikur og 2-2 jafntefli gegn Everton var naglinn í kistu hans.
Tottenham ákvað að reka Mourinho nú aðeins viku fyrir úrslitaleik enska deildarbikarsins þar sem liðið mætir Manchester City.
Mourinho var afar sigursæll í upphafi ferilsins en hann hefur nú á síðustu árum verið rekinn frá Chelsea, Manchester United og nú Tottenham.
Ryan Mason og Chris Powell munu stýra Tottenham tímabundið á meðan Daniel Levy og stjórn félagsins finnur næsta stjóra liðsins.
Mourinho hefur verið valtur í sessi síðustu vikur en hann hefur verið í stríði við leikmenn félagsins og sett marga af betri leikmönnum liðsins út í kuldann.
Mourinho skilur við Tottenham í sjöunda sæti en hann stýrði liðinu í 86 leiki, aldrei hefur hann stýrt liði í svo stuttan tíma frá því að hann tók við Porto og sló í gegn.
Breaking: Jose Mourinho sacked as Tottenham manager @TheAthleticUK #THFC
— David Ornstein (@David_Ornstein) April 19, 2021