fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Staðfesta stofnun nýju Ofurdeildarinnar í knattspyrnu – Svona verður hún

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 03:53

Arsenal og Tottenham eru á meðal stofnliða Ofurdeildarinnar. Mynd:GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi.

Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni. Liðunum verður skipt í tvo 10 liða riðla þar sem liðin leika heima og að heiman gegn hvert öðru. Leikið verður í miðri viku og ætla liðin að vera áfram með í deildarkeppnunum í heimalöndum sínum. Þrjú efstu liðin úr hvorum riðli fara síðan beint áfram í átta liða úrslit þar sem leikið verður heima og að heiman með útsláttarfyrirkomulagi. Liðin í fjórða og fimmta sæti riðlanna leika um lausu sætin tvö í átta liða úrslitunum.  Þau tvö lið sem komast í úrslitin leika síðan einn leik til úrslita um sigur í deildinni. Þetta kemur fram á heimasíðu Ofurdeildarinnar.

Í fréttatilkynningu frá Evrópska knattspyrnusambandinu UEFA segir að ef af þessum fyrirætlunum verði munu UEFA og knattspyrnusambönd landanna sem liðin eru frá standa saman í að reyna að koma í veg fyrir þetta undarlega verkefni. „Verkefni sem byggist á eigin hagsmunum nokkurra liða á tímum þar sem mikil þörf er á samstöðu,“ segir í fréttatilkynningunni.

Stofnfélög deildarinnar eru:

Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Atlético Madrid, Barcelona, Real Madrid, AC Milan, Inter Milan og Juventus.

Bayern München og Paris Saint German auk fleiri þýskra og franskra liða höfnuðu boði um að vera með í Ofurdeildinni.

Í tilkynningu frá liðunum 12 segir að þau vilji bæta gæðin og spennuna í evrópskum keppnum og að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi ýtt undir ójafnvægi í evrópskri knattspyrnu. Þau segjast ekki vera ánægð með hvernig viðræður um framtíð Meistaradeildar Evrópu hafi þróast og hafi því ákveðið að stofna sína eigin deild.

Joel Glazer, stjórnarmaður í Manchester United og varaformaður Ofurdeildarinnar, sagði að með þessu fyrirkomulagi hefjist nýr kafli fyrir evrópska knattspyrnu. Með þessu verði samkeppni og keppnisaðstæður á heimsmælikvarða tryggðar og aukinn fjárhagslegur stuðningur við knattspyrnuna í heild.

Stofnlið deildarinnar munu fá 3,5 milljarða evra til að byggja upp innviði sína.

Félögin lofa því að önnur lið muni fá vænar greiðslur með tilkomu deildarinnar, mun hærri en þau fá nú. Segja þau að reiknað sé með að þessar greiðslur verði rúmlega 10 milljarðar evra á fyrsta skuldbindingartíma deildarinnar. Þau hafa þó ekki útskýrt þetta nánar.

UEFA fundar í dag um framtíð Meistaradeildar Evrópu. Stóru liðin vilja að fleiri leikir fari fram í deildinni til að auka tekjurnar og athyglina sem á keppninni er. Það er því væntanlega engin tilviljun að þau tilkynntu um stofnun Ofurdeildarinnar í gærkvöldi.

Liðin vilja viðræður við UEFA og Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA um hvernig er hægt að breyta keppnisfyrirkomulagi keppni bestu liðanna en ekki er öruggt að áhugi sé fyrir því hjá UEFA að ræða um þetta. „Við munum íhuga allar aðgerðir, bæði á sviði laga og réttar og íþrótta, til að koma í veg fyrir að þetta verði að veruleika,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA sem hótar einnig að útiloka lið, sem taka þátt í Ofurdeildinni, frá þátttöku í Meistaradeildinni og öðrum alþjóðlegum keppnum. New York Times segir að hugsanlega verði liðin rekin úr deildarkeppnum heimalanda sinna.

Í tilkynningu frá FIFA segir að sambandið sé ósátt við að deild á borð við Ofurdeildina verði sett á laggirnar en segist tilbúið til viðræðna við félögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Í gær

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu