Það var stuð og stemming í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag þegar Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur þáttarins valdi fimm bestu miðverðina í efstu deild karla á Íslandi. Stjórnandinn og markvörðurinn fyrrverandi, Hjörvar Hafliðason var ekki sammála öllu.
„Það er ekki annað hægt en að hlæja af þessu, Hvar er Martin Rauschenberg segja gárungarnir,“ sagði Hjörvar og vildi sjá varnarmann HK á lista Höfðingjans eins og Kristján er kallaður.
Listar Kristjáns vekja iðulega athygli enda er hann. „Enginn Valsmaður, ég hefði líklega valið Danina saman en sem einstaklingar eru þeir kannski ekki þeir bestu,“ sagði Kristján um þá Rasmus Christiansen og Sebastian Hedlung hjá Val.