fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
433Sport

Landsliðshópurinn: Hver er staðan á leikmönnum? – Við þekkjum þessar aðstæður

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp sem tekur þátt í næsta verkefni liðsins sem eru þrír útileikir í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

Hér verður farið yfir stöðuna á þeim leikmönnum sem Arnar valdi í verkefnið en fyrsti leikur er eftir rúma viku gegn Þjóðverjum í Þýskalandi þann 25. mars.

Markverðir: 

Hannes Þór Halldórsson (Valur – 74 landsleikir) hefur verið að spila í Lengjubikarnum með Íslandsmeisturum Vals upp á síðkastið. Hannes stóð í rammanum hjá Val í 3-0 sigri gegn Aftureldingu um síðustu helgi. Hannes hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og verið í svipaðri stöðu áður, það er að segja að vera á undirbúningstímabili og valinn í landsliðið á sama tíma.

Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark íslenska landsliðsins með prýði undanfarin ár

Ögmundur Kristinsson (Olympiacos – 17 landsleikir ) hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu hjá gríska félaginu. Hann hefur aðeins leikið þrjá leiki á tímabilinu og þeir hafa allir verið í gríska bikarnum. Síðasti leikur Ögmundar fyrir Olympiacos kom þann 4. mars síðastliðinn í 1-1 jafntefli við Aris Saloniki.

Rúnar Alex Rúnarsson (Arsenal – 7 landsleikir) hefur komið við sögu í sex leikjum fyrir Arsenal á tímabilinu en er nú vera orðinn þriðji markvörður liðsins. Rúnar hefur verið að glíma við hnémeiðsli en virðist nú vera orðinn heill heilsu. Síðasti leikur hans fyrir Arsenal kom gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í byrjun febrúarmánaðar þar sem hann kom inn sem varamaður og spilaði 15 mínútur.

Varnarmenn: 

Birkir Már Sævarsson (Valur – 95 landsleikir, 2 mörk) það er svipaða sögu að segja af Birki Má eins og Hannesi. Birkir hefur tekið þátt í Lengjubikarnum með Val og þekkir þessa stöðu vel.

Sverrir Ingi Ingason (PAOK – 36 landsleikir, 3 mörk) hefur verið fastamaður í byrjunarliði PAOK á tímabilinu. Sverrir hefur komið við sögu í 32 leikjum, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Sverrir Ingi er í toppformi um þessar mundir.

Ragnar Sigurðsson (Rukh Lviv – 97 landsleikir, 5 mörk) hefur verið að koma sér fyrir í Úkraínu en hann samdi við Rukh Lviv þar í landi í janúar. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið þann 8. mars síðastliðinn er hann lék 45 mínútur í 4-0 tapi. Fyrir þetta hafði Raggi komið við sögu í fjórum leikjum með FC Kaupmannahöfn.

Alfons Sampsted (Bodö/Glimt – 2 landsleikir) varð Noregsmeistari á síðasta tímabili en er nú á miðju undirbúningstímabili með félaginu. Síðasti mótsleikur Alfonsar kom þann 19. desember er hann spilaði 77 mínútur í 3-0 sigri gegn Viking í norsku úrvalsdeildinni.

Ari Freyr Skúlason (KV Oostende – 77 landsleikir) hefur komið við sögu í 19 leikjum fyrir Oostende á tímabilinu, síðasti „heili“ leikur Ara kom þann 31. janúar er hann spilaði 86 mínútur í 2-1 tapi gegn Zulte Waregem. Síðan þá hefur hann aðeins spilað 8 mínútur með Oostende í belgísku deildinni.

Kári Árnason (Víkingur Reykjavík – 87 landsleikir, 6 mörk) er á miðju undirbúningstímabili með Víkingum. Spilaði síðast 45 mínútur í 5-1 sigri gegn Fram í Lengjubikarnum.

Kári Árnason

Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva – 34 landsleikir, 2 mörk) fastamaður í byrjunarliði CSKA. Hefur komið við sögu í 27 leikjum á tímabilinu og spilaði síðast 90 mínútur í dag í 3-2 tapi gegn Zenit.

Hólmar Örn Eyjólfsson ( Rosenborg – 19 landsleikir, 2 mörk) er á miðju undirbúningstímabili með Rosenborg fyrir átökin í norsku úrvalsdeildinni. Síðasti mótsleikur hans kom þann 22. desember síðastliðinn er hann spilaði 90 mínútur gegn Sandefjord.

Hjörtur Hermannsson (Bröndby – 18 landsleikir, 1 mark) hefur verið í byrjunarliði Bröndby í undanförnum leikjum í dönsku úrvalsdeildinni. Síðast spilaði hann 90 mínútur þann 14. mars en Hjörtur hefur alls komið við sögu í 17 leikjum á tímabilinu.

Miðjumenn:

Guðlaugur Victor Pálsson (Darmstadt – 23 landsleikir) hefur komið við sögu í 15 leikjum fyrir Darmstadt á tímabilinu, liðið leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. Guðlaugur var frá í ellefu leiki á tímabilinu 22. nóvember til 24. janúar en er nú kominn á fullt aftur með liðinu. Síðasti leikur hans með Darmstadt kom um síðustu helgi þar sem hann spilaði 90 mínútur í 4-1 sigri.

Aron Einar Gunnarsson (Al-Arabi – 91 landsleikur, 2 mörk) er lykilmaður hjá Al-Arabi og að sögn Freys Alexandersonar, aðstoðarþjálfara Al-Arabi er Aron í fantaformi – „Aron er bara hrikalega mikilvægur fyrir okkur og hann er í þrusu standi. Hann hefur verið að spila hrikalega vel,“ sagði Freyr í viðtali við Hörð Snævar í sjónvarpsþætti 433.is á dögunum.

Aron Einar Gunnarsson

Birkir Bjarnason (Brescia – 92 landsleikir, 13 mörk) var í byrjunarliði Brescia í gær og spilaði 60 mínútur í 1-0 sigri gegn Reggina í ítölsku B-deildinni. Birkir hefur komið við sögu í 17 leikjum fyrir Brescia á tímabilinu, skorað þrjú mörk og gefið 1 stoðsendingu.

Rúnar Már Sigurjónsson (CFR Cluj – 30 landsleikir, 1 mark) skipti yfir til CFR Cluj í febrúar og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir félagið í 4-0 sigri þar sem hann gaf meðal annars eina stoðsendingu.

Arnór Ingvi Traustason (New England Revolution – 37 landsleikir, 5 mörk) er nýlega gengin til liðs við New England. Síðasti keppnisleikur Arnórs kom þann 6. mars síðastliðinn er hann spilaði 28 mínútur fyrir Malmö í 4-1 sigri gegn Halmstad í Svenska Cupen.

Gylfi Þór Sigurðsson (Everton – 78 landsleikir, 25 mörk) hefur staðið sig vel með Everton á tímabilinu. Gylfi hefur komið við sögu 33 leikjum, skorað 6 mörk og gefið 9 stoðsendingar. Gylfi kom ekkert við sögu í 2-1 tapi Everton gegn Burnley um síðustu helgi en hann spilaði 70 mínútur í 2-0 tapi gegn Chelsea þann 8. mars.

„Ég held að við höfum talað við Gylfa í fyrradag síðast og þá var hann í toppstandi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson

Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley – 77 landsleikir, 8 mörk) hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu en var í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum gegn Arsenal og Everton þar sem hann spilaði yfir 65 mínútur í báðum leikjunum. Alls hefur Jóhann Berg spilað 19 leiki á tímabilinu og skorað 2 mörk.

Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva – 11 landsleikir, 1 mark) hefur verið að koma inn af bekknum í liði CSKA. Arnór hefur komið við sögu í 23 leikjum á tímabilinu, skorað 2 mörk og gefið tvær stoðsendingar.

Sóknarmenn:

Jón Daði Böðvarsson (Millwall – 55 landsleikir, 3 mörk) hefur komið við sögu í 34 leikjum hjá Millwall á tímabilinu, skorað 1 mark og gefið 2 stoðsendingar. Jón Daði kom inn sem varamaður á 77. mínútu í leik Millwall við QPR í kvöld.

Kolbeinn Sigþórsson (IFK Gautaborg – 60 landsleikir, 26 mörk) skipti yfir til Gautaborgar frá AIK í janúar. Hann spilaði í 18 mínútur gegn Norrköping í Svenska Cupen þann 7. mars síðastliðinn og var í byrjunarliði í leik gegn IK Sirius þann 13. mars. „Ég sá hans síðasta leik, hann spilaði 45 mínútur.

„Hann virðist vera eins og fyrir nokkrum árum, kannski ekki alveg jafn frískur. Styrkleikur hans í stöðunni 1 á móti 1 var sá sami og líkamlegur styrkur, þrátt fyrir að hann sé ekki 100 prósent klár í 90 mínútur þá er hann mikilvægur fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi í dag þegar landsliðshópurinn var kynntur.

Kolbeinn Sigþórsson

Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar – 18 landsleikir, 3 mörk) er orðinn reglulegur byrjunarliðsmaður hjá AZ Alkmaar. Albert hefur komið við sögu í 27 leikjum á tímabilinu, skorað 8 mörk og gefið 3 stoðsendingar. Síðast spilaði Albert 67 mínútur í 4-1 sigri gegn Twente í hollensku úrvalsdeildinni þann 13. mars.

Hólmbert Aron Friðjónsson (Brescia – 4 landsleikir, 2 mörk) hefur verið að koma inn af bekknum í undanförnum leikjum Brescia. Í gær spilaði hann síðasta stundarfjórðunginn í 1-0 sigri gegn Reggina. Hólmbert hefur komið við sögu í 8 leikjum á tímabilinu.

Björn Bergmann Sigurðarson (Molde – 17 landsleikir, 1 mark) gekk til liðs við Molde í byrjun febrúar. Norska deildin er ekki hafin en Björn Bergmann hefur verið í byrjunarliði Molde í þeim þremur leikjum sem liðið hefur átt í Evrópudeildinni upp á síðkastið. Síðast spilaði hann 74 mínútur í 2-0 tapi gegn Granada þann 11. mars.

„Við völdum hann út frá því hvað við höfum mikið séð hann spila. Hann hefur náð að haldast heill og tengja saman nokkra leiki og á þessum tímapunkti er það mjög sterkt fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Eiður Smári, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í dag.

Leikir Íslands í næsta landsliðsverkefni – Upphaf undankeppni HM: 

25. mars: Þýskaland – Ísland (klukkan 19:45)
28. mars: Armenía – Ísland (klukkan 16:00)
31. mars: Liechtenstein – Ísland (18:45)

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim tjáir sig um ummæli Rashford í gær – „Við höfum hana hér“

Amorim tjáir sig um ummæli Rashford í gær – „Við höfum hana hér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áhugi frá Manchester, Liverpool og London

Áhugi frá Manchester, Liverpool og London
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dybala gæti leyst af Icardi

Dybala gæti leyst af Icardi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Miðasala á EM hafin
433Sport
Í gær

Freyr látinn fara í Belgíu

Freyr látinn fara í Belgíu
433Sport
Í gær

Áfengisbanninu verði ekki aflétt

Áfengisbanninu verði ekki aflétt
433Sport
Í gær

Arftaki Partey hjá Arsenal?

Arftaki Partey hjá Arsenal?
433Sport
Í gær

Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“