fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
433Sport

Davíð Snorri um gögnin sem láku á netið: „Það gætu orðið breytingar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 09:09

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðsins segir að EM hópur hans sem lak út á vef UEFA sé ekki endanlegur hópur.

Davíð Snorri segir að enn sé verið að vinna hlutina með A-landsliði karla en um sé að ræða beinagrind að þeim hópi sem verði kynntur.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

Hópur Íslands birtist á vef UEFA nú í morgun en þar má finna 23 leikmenn. Mesta athygli vekur að Alfons Sampsted sem var lykilmaður í undankeppninni er ekki í hópnum, þannig má búast við því að Alfons verði í A-landsliðshópi sem kynntur er á morgun.

„Við staðfestum hópinn á fimmtudaginn, við þurfum alltaf að skila inn beinagrind að hópnum til UEFA. Við erum enn að vinna hlutina með A-landsliði karla,“ sagði Davíð í samtali við 433.is í morgun.

„Þetta er í raun það eina sem ég get sagt, við kynnum lokahópinn á fimmtudag og það gætu orðið breytingar á þeim hópi sem er þarna.“

Ljóst er að þetta er EM hópur Íslands að stærstu leyti en 1-2 breytingar gætu orðið á hópnum sem fer á lokamót Evrópukeppninnar í næstu viku.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skriniar fer til Mourinho

Skriniar fer til Mourinho
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp
433Sport
Í gær

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“