Nokkrir íslendingar voru í eldlínunni í Evrópska boltanum í dag og lesa má um þeirra gengi hér fyrir neðan.
Willum Thor Willumsson, leikmaður Bate, var á meðal varamanna liðsins, en kom inn á 73. mínútu í 3-0 sigri Bate á Slutsk í 1. umferð hvít-rússnesku úrvalsdeildarinnar.
Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland sem gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn FC Kaupmannahöfn. Midtjylland tapaði þar með dýrmætum stigum í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar, liðið situr í 2. sæti deildarinnar með 40 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby.
Í grísku úrvalsdeildinni var Sverrir Ingi Ingason í byrjunarliði PAOK sem tapaði 2-1 gegn Panathinaikos. PAOK er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 47 stig eftir 26 leiki.