Nú er hálfleikur í leik Everton og Burnley á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley en Gylfi Þór Sigurðsson situr á bekknum hjá Everton.
Staðan er 2-1 fyrir Burnley en Dwight McNeil skoraði annað mark Burnley með frábæru skoti fyrir utan teig. Hann fór illa með Allan, miðjumann Everton og smellti honum síðan í samskeytin. McNeil er aðeins 21 árs gamall og er hann mikið efni.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Everton 0 × 2 Burnley | Great GOAL! McNeil 🔥🔥🎥pic.twitter.com/ZW8i2XoOLu
— #FastGoal (@Fastgoal2) March 13, 2021