fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
433Sport

Vopnað gengi rændi markmann Everton – „Fótboltaheimurinn nötrar“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 06:45

Robin Olsen. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn braut hópur vopnaðra manna sér leið inn á heimili sænska markvarðarins Robin Olsen, sem spilar með Everton í ensku úrvalsdeildinni, í Liverpool og ógnaði honum og fjölskyldu hans með sveðjum. Ræningjarnir kröfðust þess að fá verðmæti afhent. Fótboltaheimurinn er sagður nötra vegna málsins.

The Sun skýrir frá þessu. Fram kemur að Olsen hafi verið heima ásamt eiginkonu sinni og tveimur ungum börnum, 5 og 2 ára, þegar hópurinn braut sér leið inn, sveiflaði sveðjum og hnífum og krafðist þess að fá verðmæti afhent.

Eiginkonu Olsen, Mia, og börnunum var haldið af hluta hópsins á meðan einn ræningjanna gekk um húsið með Olsen og ógnaði honum með hníf og heimtaði verðmæti. Eins og gefur að skilja óttaðist Olsen um öryggi fjölskyldu sinnar og afhenti ræningjunum dýra skartgripi og úr.

Ekki er langt síðan að Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, lenti í svipuðu ráni á heimili sínu i Hale Barns í Cheshire. Það átti sér einnig stað á laugardegi.

The Sun hefur eftir heimildarmanni að þetta hafi ekki bara verið rán, heldur versta tegund innrásar á einkaheimili. „Gengi vopnað sveðjum ógnar eiginkonu þinni og börnum,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Robin var skelfingu lostinn. Hann hefur engar áhyggjur af mununum sem var stolið, en áhrifin sem þetta hafði á fjölskylduna eru áhyggjuefni. Þau eru í miklu áfalli. Þetta er versta martröð allra foreldra. Fjölskyldan er flutt úr húsinu og félagið hefur látið alla leikmennina fá öryggisverði.“

Hverfið sem Olsen býr í er vinsælt meðal leikmanna i ensku úrvalsdeildinni. Heimildarmaður The Sun sagði að öllum leikmönnum hafi verið sagt að efla öryggisgæslu sína. „Fréttir af þessu ráni láta fótboltaheiminn nötra því það var látið til skara skríða þegar vitað var að leikmaðurinn og fjölskylda hans voru heima,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Giggs gæti verið að landa starfi í þjálfun eftir nokkurt hlé – Hæg heimatökin

Giggs gæti verið að landa starfi í þjálfun eftir nokkurt hlé – Hæg heimatökin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var 18 ára þegar fertugur Maradona vildi borga fyrir nektarmyndir – Svona er líf hennar í dag

Var 18 ára þegar fertugur Maradona vildi borga fyrir nektarmyndir – Svona er líf hennar í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forráðamenn Sporting óttast að Amorim reyni að taka þessa fjóra leikmenn með sér

Forráðamenn Sporting óttast að Amorim reyni að taka þessa fjóra leikmenn með sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Konate ekki alvarlega meiddur

Konate ekki alvarlega meiddur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hlustaðu á Messi frekar en Ballon d’Or

Hlustaðu á Messi frekar en Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Birkir tryggði sigurinn á Ítalíu – Jón Daði spilaði sinn fyrsta leik

Birkir tryggði sigurinn á Ítalíu – Jón Daði spilaði sinn fyrsta leik
433Sport
Í gær

Versta byrjun United frá 1986

Versta byrjun United frá 1986