fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
433Sport

Rúnar Alex í sögubækurnar í gær – Eru þetta bestu Íslendingar sögunnar?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 08:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í gær. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.

João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.

Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Rúnar Alex varði markið vel og hélt hreinu á meðan hann stóð vörð um mark Arsenal en mikil umræða var um hvort að leikmaðurinn myndi fara á lán í janúar til þess að fá reynslu.

Með þessu á Íslands leikmenn sem hafa spilað í öllum stöðum á vellinum í enska boltanum, Árni Gautur Arason lék bikarleiki með Manchester City en aldrei deildarleik.

Sparkspekingurinn, Hjörvar Hafliðason setti saman draumalið með íslenskum leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinin og birti á Twitter.

Liðið er ansi vel mannað en Hjörvar nefndi að Þorvaldur Örlygsson, Arnar Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Lárus Orri Sigurðsson hefðu einnig komið til greina.

Draumalið Hjörvars með Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni:
3-4-1-2
Rúnar Alex Rúnarsson

Hermann Hreiðarsson
Guðni Bergsson
Ívar Ingimarsson

Grétar Rafn Steinsson
Aron Einar Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Jóhann Berg Guðmundsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Eiður Smári Guðjohnsen
Heiðar Helguson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi tók á sig launalækkun þegar hann fór í Víking

Gylfi tók á sig launalækkun þegar hann fór í Víking
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arne Slot verulega óhress með það hvernig Nunez brást við í gærkvöldi

Arne Slot verulega óhress með það hvernig Nunez brást við í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rúmar 140 milljónir á línunni fyrir Víkinga í kvöld

Rúmar 140 milljónir á línunni fyrir Víkinga í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn Chelsea telja öruggt að stóri bitinn komi á land í sumar

Forráðamenn Chelsea telja öruggt að stóri bitinn komi á land í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mbappe lék sér að City og skaut Real áfram – Brest í tómu tjóni í París

Mbappe lék sér að City og skaut Real áfram – Brest í tómu tjóni í París
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjörugt á Villa Park þegar Liverpool missteig sig í átt að titlinum

Fjörugt á Villa Park þegar Liverpool missteig sig í átt að titlinum
433Sport
Í gær

Varane fer ekki fögrum orðum um Ten Hag – Fer yfir stjórnunarhætti hans sem voru umdeildir

Varane fer ekki fögrum orðum um Ten Hag – Fer yfir stjórnunarhætti hans sem voru umdeildir
433Sport
Í gær

Minna en helmingur hefur boðað komu sína á ársþingið

Minna en helmingur hefur boðað komu sína á ársþingið