Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í gær. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.
João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.
Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Iceland🇮🇸 @premierleague XI(3-4-1-2)
Rúnar
Hermann – Guðni – Ívar
Grétar – Aron – Brynjar – Jói Berg
Gylfi
Heiðar – Eiður— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021
Rúnar Alex varði markið vel og hélt hreinu á meðan hann stóð vörð um mark Arsenal en mikil umræða var um hvort að leikmaðurinn myndi fara á lán í janúar til þess að fá reynslu.
Með þessu á Íslands leikmenn sem hafa spilað í öllum stöðum á vellinum í enska boltanum, Árni Gautur Arason lék bikarleiki með Manchester City en aldrei deildarleik.
Sparkspekingurinn, Hjörvar Hafliðason setti saman draumalið með íslenskum leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinin og birti á Twitter.
Liðið er ansi vel mannað en Hjörvar nefndi að Þorvaldur Örlygsson, Arnar Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Lárus Orri Sigurðsson hefðu einnig komið til greina.
Draumalið Hjörvars með Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni:
3-4-1-2
Rúnar Alex Rúnarsson
Hermann Hreiðarsson
Guðni Bergsson
Ívar Ingimarsson
Grétar Rafn Steinsson
Aron Einar Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Heiðar Helguson
Iceland🇮🇸 @premierleague XI(3-4-1-2)
Rúnar
Hermann – Guðni – Ívar
Grétar – Aron – Brynjar – Jói Berg
Gylfi
Heiðar – Eiður— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021