fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Tíu ríkustu eiginkonurnar – Hafa þénað hreint ótrúlegar upphæðir

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkonur knattspyrnumanna eru oft ekki minni stjörnur en eiginmennirnir og hafa margar þeirra látið til sín taka í viðskiptalífinu og er þeim margt til lista lagt. Heimsfrægar söngkonur, fatahönnuðir, sjónvarpskonur og æskuást.

Enska götublaðið The Sun birti í gær áhugaverða samantekt um tíu ríkustu eiginkonur knattspyrnumanna, þar má finna sterk efnaðar konur sem kalla ekki allt ömmu sína

1. VICTORIA BECKHAM, £360M (64 milljarðar íslenskra króna)
Victoria Beckham var miklu frægari en David Beckham þegar þau fóru að vera saman, hún er sögð eiga tæpa 64 milljarða fyrir utan allt sem Beckham hefur þénað og á.

2. SHAKIRA, £220M (39 milljarðar íslenskra króna)
Hún segir að mjaðmirnar ljúgi ekki, Shakira er með Gerard Pique og er hún ein vinsælasta söngkona í heimi.

3. COLEEN ROONEY, £14M (2,5 milljarður íslenskra króna)
Mikill munur er á efstu tveimur sætunum og svo Coleen sem situr í því þriðja, hún er eiginkona Wayne Rooney.

4. GEORGINA RODRIGUEZ, £7M (1,2 milljarður íslenskra króna)
Unnusta Cristiano Ronaldo hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn og þénar nú svakalega.

5. PERRIE EDWARDS, £6M (1 milljarður íslenskra króna)
Söngkonan geðþekka Í Bretlandi er metin á milljarð íslenskra króna en hún er unnusta Alex Oxlade-Chamberlain leikmanns Liverpool.

6. CHRISTINE LAMPARD, £5M (888 milljónir íslenskra króna)
Christine er afar vinsæl sjónvarpskona en hún er eiginkona Frank Lampard, fyrrum stjóra Chelsea.

7. ORIANA SABATINI, £4M (710 milljónir íslenskra króna)
Hún er svar Argentínu við Katy Perry, vinsæl söngkona sem er með Paulo Dybala leikmanni Juventus.

8. WANDA ICARDI, £3M (532 milljónir íslenskra króna9
Umboðsmaðurinn umdeildi, Wanda sér um öll mál fyrir eiginmann sinn Mauro Icardi.

9. ABBEY CLANCY, £2.5M (444 milljónir íslenskra króna)
Fyrirsætan hefur gert það gott um langt skeið en hún er eiginkona Peter Crouch sem er hættur í dag.

10. HELEN FLANAGAN, £2M (355 milljónir íslenskra króna)
Helen gengur með sitt þriðja barn en hún hefur verið með Scott Sinclair leikmanni Preston frá árinu 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allegri að landa starfi í Sádí

Allegri að landa starfi í Sádí
Sport
Í gær

Snorri Steinn eftir fyrsta leik Íslands – „Það er eitt og annað sem verður til þess“

Snorri Steinn eftir fyrsta leik Íslands – „Það er eitt og annað sem verður til þess“
Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“
433Sport
Í gær

Jón Daði fann sér nýtt lið

Jón Daði fann sér nýtt lið
433Sport
Í gær

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu