fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
433Sport

Lengjubikarinn: Þróttur, Afturelding og Breiðablik með sigra

Alexander Máni Curtis
Föstudaginn 12. febrúar 2021 21:09

Mynd/Þróttur Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu leikir Lengjubikarsins fóru fram í dag en fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld, Þróttur tók á móti Fjölni á Eimskips vellinum, Breiðablik tók á móti Pepsi Max nýliðum Leiknis og fékk Afturelding Víking Ólafsvík í heimsókn.

Þróttur – Fjölnir

Þróttur hafði betur gegn Fjölni í sjö marka leik, fyrri hálfleikur var rólegur og engin mörk skoruð en Guðmundur Karl kom Fjölni yfir á 52. mínútu en svaraði Þróttur fyrir sig 3 mínútum seinna þegar að Sam Hewson gerði mark úr víti.

Sigurpáll Melberg kom svo Fjölnismönnum aftur yfir á 75. mínútu en enn og aftur svaraði Þróttur fyrir sig 3 mínútum seinna með marki frá Róberti Haukssyni, Hallvarður Óskar kom svo Fjölni yfir í þriðja sinn á 80. mínútu en Róbert Hauksson var aftur á ferðinni á 82. mínútu og gerði sitt annað mark og staðan 3-3. Lárus Björnsson innsiglaði 4-3 sigur Þróttar með marki á 86. mínútu.

Þróttur 4-3 Fjölnir
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (´52)
1-1 Sam Hewson – Víti (’55)
1-2 Sigurpáll Melberg Pálsson (’75)
2-2 Róbert Hauksson (’78)
2-3 Hallvarður Óskar Sigurðarson (’80)
3-3 Róbert Hauksson (’82)
4-3 Lárus Björnsson (’86)

Breiðablik – Leiknir

Breiðablik tók á móti Pepsi Max nýliðum Leikni á Kópavogsvelli í kvöld og hafði Breiðablik betur með fjórum mörkum gegn engu en Höskuldur Gunnlaugsson braut ísinn á 26. mínútu, Thomas Mikkelsen tvöfaldaði svo forystu Breiðabliks með marki á 38. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik.

Davíð Ingvarsson bætti svo við því þriðja á 64. mínútu og gulltryggði svo Viktor Karl Einarsson 4-0 sigur Breiðabliks með marki á lokamínútum leiks.

Breiðablik 4-0 Leiknir R
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson (’26)
2-0 Thomas Mikkelsen (’38)
3-0 Davíð Ingvarsson (’64)
4-0 Viktor Karl Einarsson

Víkingur Reykjavík – KR 

Víkingur Reykjavík og KR skyldu jöfn í Fossvoginum í kvöld þegar en Guðjón Baldvinsson kom gestunum yfir á 59. mínútu og stefndi allt í sigur KR en Víkingur jafnaði á ögurstundu og tryggðu sér eitt stig gegn KR.

Víkingur 1-1 KR
0-1 Guðjón Baldvinsson (’59)
1-1 (Vantar markaskorara) (’87)

Afturelding – Víkingur Ólafsvík

Afturelding tók á móti Víking Ólafsvík í Mosfellsbæ á Fagverks vellinum, Valgeir Árni Svansson var ekki lengi að koma heimamönnum yfir en hann skoraði á 2. mínútu, Jordan Tyler kom svo Aftureldingu í 2-0 á 39. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik.

Mikael Hrafn Helgason varð svo fyrir því óhappi að gera sjálfsmark á 48. mínútu og urðu mörkin ekki fleiri og lokatölur 3-0 Aftureldingu í hag.

Afturelding 3-0 Víkingur Ólafsvík
1-0 Valgeir Árni Svansson (‘2)
2-0 Jordan Tyler (’39)
3-0 Mikael Hrafn Helgason (sjálfsmark ’48)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorgrímur beinir spjótum sínum að Túfa í máli Gylfa Þórs – „Er áhyggjuefni, burtséð hvað menn heita og hvar þeir hafa spilað“

Þorgrímur beinir spjótum sínum að Túfa í máli Gylfa Þórs – „Er áhyggjuefni, burtséð hvað menn heita og hvar þeir hafa spilað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varane fer ekki fögrum orðum um Ten Hag – Fer yfir stjórnunarhætti hans sem voru umdeildir

Varane fer ekki fögrum orðum um Ten Hag – Fer yfir stjórnunarhætti hans sem voru umdeildir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Minna en helmingur hefur boðað komu sína á ársþingið

Minna en helmingur hefur boðað komu sína á ársþingið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea gæti misst Cole Palmer í sumar – Opinbera klásúlu sem ekki var vitað um

Chelsea gæti misst Cole Palmer í sumar – Opinbera klásúlu sem ekki var vitað um
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sonur Messi með ótrúlegt mark sem minnir á föður hans – Myndband

Sonur Messi með ótrúlegt mark sem minnir á föður hans – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tók eigin leikmann af lífi eftir leik – „Ein versta vítaskytta sem ég hef séð“

Tók eigin leikmann af lífi eftir leik – „Ein versta vítaskytta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Vond tíðindi af Alberti

Vond tíðindi af Alberti
433Sport
Í gær

Var þetta upphafið að endalokum Gylfa á Hlíðarenda? – „Það er megin ástæðan“

Var þetta upphafið að endalokum Gylfa á Hlíðarenda? – „Það er megin ástæðan“