Fyrstu leikir Lengjubikarsins fóru fram í dag en fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld, Þróttur tók á móti Fjölni á Eimskips vellinum, Breiðablik tók á móti Pepsi Max nýliðum Leiknis og fékk Afturelding Víking Ólafsvík í heimsókn.
Þróttur – Fjölnir
Þróttur hafði betur gegn Fjölni í sjö marka leik, fyrri hálfleikur var rólegur og engin mörk skoruð en Guðmundur Karl kom Fjölni yfir á 52. mínútu en svaraði Þróttur fyrir sig 3 mínútum seinna þegar að Sam Hewson gerði mark úr víti.
Sigurpáll Melberg kom svo Fjölnismönnum aftur yfir á 75. mínútu en enn og aftur svaraði Þróttur fyrir sig 3 mínútum seinna með marki frá Róberti Haukssyni, Hallvarður Óskar kom svo Fjölni yfir í þriðja sinn á 80. mínútu en Róbert Hauksson var aftur á ferðinni á 82. mínútu og gerði sitt annað mark og staðan 3-3. Lárus Björnsson innsiglaði 4-3 sigur Þróttar með marki á 86. mínútu.
Þróttur 4-3 Fjölnir
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (´52)
1-1 Sam Hewson – Víti (’55)
1-2 Sigurpáll Melberg Pálsson (’75)
2-2 Róbert Hauksson (’78)
2-3 Hallvarður Óskar Sigurðarson (’80)
3-3 Róbert Hauksson (’82)
4-3 Lárus Björnsson (’86)
Breiðablik – Leiknir
Breiðablik tók á móti Pepsi Max nýliðum Leikni á Kópavogsvelli í kvöld og hafði Breiðablik betur með fjórum mörkum gegn engu en Höskuldur Gunnlaugsson braut ísinn á 26. mínútu, Thomas Mikkelsen tvöfaldaði svo forystu Breiðabliks með marki á 38. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik.
Davíð Ingvarsson bætti svo við því þriðja á 64. mínútu og gulltryggði svo Viktor Karl Einarsson 4-0 sigur Breiðabliks með marki á lokamínútum leiks.
Breiðablik 4-0 Leiknir R
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson (’26)
2-0 Thomas Mikkelsen (’38)
3-0 Davíð Ingvarsson (’64)
4-0 Viktor Karl Einarsson
Víkingur Reykjavík – KR
Víkingur Reykjavík og KR skyldu jöfn í Fossvoginum í kvöld þegar en Guðjón Baldvinsson kom gestunum yfir á 59. mínútu og stefndi allt í sigur KR en Víkingur jafnaði á ögurstundu og tryggðu sér eitt stig gegn KR.
Víkingur 1-1 KR
0-1 Guðjón Baldvinsson (’59)
1-1 (Vantar markaskorara) (’87)
Afturelding – Víkingur Ólafsvík
Afturelding tók á móti Víking Ólafsvík í Mosfellsbæ á Fagverks vellinum, Valgeir Árni Svansson var ekki lengi að koma heimamönnum yfir en hann skoraði á 2. mínútu, Jordan Tyler kom svo Aftureldingu í 2-0 á 39. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik.
Mikael Hrafn Helgason varð svo fyrir því óhappi að gera sjálfsmark á 48. mínútu og urðu mörkin ekki fleiri og lokatölur 3-0 Aftureldingu í hag.
Afturelding 3-0 Víkingur Ólafsvík
1-0 Valgeir Árni Svansson (‘2)
2-0 Jordan Tyler (’39)
3-0 Mikael Hrafn Helgason (sjálfsmark ’48)