fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
433Sport

Matthías hafnaði spennandi starfi í Noregi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson framherji FH í efstu deild karla í knattspyrnu fékk spenandi tilboð frá Noregi skömmu fyrir jól. Hefði Matthías tekið tilboðinu hefði hann þurft að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.

Norska félagið Vålerenga bauð Matthíasi að gerast aðstoðarþjálfari liðsins en framherjinn knái gekk í raðir FH frá Vålerenga fyrir síðustu leiktíð.

„Það áttu sér stað samtöl en ég vil halda áfram að spila fótbolta. Ég hef klárað UEFA B gráðuna og ætla að halda áfram með þetta, ég þarf svo að finna út úr því hvort ég vilji fara út í þjálfun af fullum krafti,“ sagði Matthías í samtali við 433.is í dag.

„Ég lít á þetta sem flotta viðurkenningu fyrir mig að fá svona boð. Þetta var mjög stórt tækifæri fyrir mig en ég vil halda áfram að spila fyrir FH og ná árangri þar,“ sagði framherjinn geðþekki.

Matthías lék með Vålerenga í tvö tímabil og var vel liðin hjá félaginu. Hjá Vålerenga eru þeir Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason sem félagið keypti í vikunni.

Matthías er 34 ára gamall en hann átti góð níu ár í atvinnumennsku áður en hann snéri heim í FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: FH enn á botninum eftir tap á Akureyri

Besta deildin: FH enn á botninum eftir tap á Akureyri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Liverpool er Englandsmeistari 2025

England: Liverpool er Englandsmeistari 2025
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Fagna þeir titlinum?

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Fagna þeir titlinum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þarf Arsenal að óttast Sádi Arabíu?

Þarf Arsenal að óttast Sádi Arabíu?
433Sport
Í gær

Báðu stjórann um að tapa leiknum svo erkifjendurnir myndu ekki vinna titilinn

Báðu stjórann um að tapa leiknum svo erkifjendurnir myndu ekki vinna titilinn
433Sport
Í gær

Segist ekki vera ástæðan fyrir spilamennsku Palmer – ,,Hann er áhyggjufullur“

Segist ekki vera ástæðan fyrir spilamennsku Palmer – ,,Hann er áhyggjufullur“