fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Eftir erfiða dvöl á Ítalíu standa allir í röð og reyna að sannfæra Brynjar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. desember 2021 19:00

Brynjar Ingi Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er að yfirgefa Ítalíu eftir aðeins hálft ár þar í landi. Dvöl hans hjá Lecce hefur ekki heppnast vel.

Brynjar hefur fengið fá tækifæri með Lecce sem leikur í næst efstu deild en á sama tíma hefur honum vegnað vel með íslenska landsliðinu.

Erlendir miðlar segja frá því að Vålerenga, Bodö/Glimt, Hammarby og Malmö vilji öll kaupa Brynjar frá Lecce. Áður hafði Fótbolti.net sagt frá því að Rosenborg vildi kaupa hann

Ljóst er að hart er því barist um þennan öfluga íslenska landsliðsmann sem getur valið úr tilboðum. Mun það verða til þess að hann getur hækkað launapakka sinn nokkuð hressilega.

Brynjar var seldur frá KA í sumar til Lecce en nú virðist ljóst að hann ætlar að fara frá Ítalíu. Hann hefur möguleika bæði í Noregi og Svíþjóð og ekki er ólíklegt að eitthvað annað komi upp á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar prúðastir hjá báðum kynjum

Blikar prúðastir hjá báðum kynjum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bauð besta vini sínum í frí með sér og eiginkonunni – Allt breyttist þegar hann komst að því hvað þau gerðu þegar hann sá ekki til

Bauð besta vini sínum í frí með sér og eiginkonunni – Allt breyttist þegar hann komst að því hvað þau gerðu þegar hann sá ekki til
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guardiola sýnir enga miskunn og íhugar að losa átta stjörnur í sumar

Guardiola sýnir enga miskunn og íhugar að losa átta stjörnur í sumar
433Sport
Í gær

Liverpool virðist vera að fá nóg og Nunez má fara í sumar

Liverpool virðist vera að fá nóg og Nunez má fara í sumar
433Sport
Í gær

Rosalegur dráttur í Meistaradeildinni: Liverpool fékk mjög erfiðan drátt – Madrídar slagur á Spáni

Rosalegur dráttur í Meistaradeildinni: Liverpool fékk mjög erfiðan drátt – Madrídar slagur á Spáni