Búið er að opinbera hvaða 10 íþróttamenn koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2021 í kjörinu hjá samtökum íþróttafréttamanna.
Kjörið er árlegt en Sara Björk Gunnarsdóttir sem vann kjörið á síðasta ári er ekki á listanum í ár. Sara eignaðist sitt fyrsta barn á árinu og var lítið með sökum þess.
Kári Árnason sem lagði skóna á hilluna í ár kemst á listann en hann varð Íslands og bikarmeistari með Víkingi og stóð vaktina með íslenska landsliðinu.
Sveindís Jane Jónsdóttir er einnig á lista en hún gerði það gott í Svíþjóð á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og var lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Þrír leikmenn koma úr handboltalandsliði karla og og Rut Arnfjörð Jónsdóttir úr Þór/KA er einnig á lista. Hún vann alla titla sem í boði voru og lék vel með landsliðinu.
Martin Hermansson sem lék vel á Spáni með Valencia er á listanum auk fleiri einstaklinga. Samtökin tilnefna einnig lið ársins og þjálfara ársins.
Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021 í stafrófsröð:
Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku
Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni
Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R.
Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA
Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni
Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskalandi
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð
Þrjú efstu liðin í stafrófsröð:
Ísland, kvennalandslið í hópfimleikum
KA/Þór, mfl. kvenna í handbolta
Víkingur R., mfl. karla í fótbolta
Þrír efstu þjálfararnir í stafrófsröð:
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi í fótbolta
Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta