Varnarleikur Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í baráttunni við COVID-19 hefur ekki áhrif á íþróttastarf í landinu.
Willum Þór kynnti í dag hertar aðgerðir innanlands vegna COVID-19 veirunnar sem herjað hefur á heimsbyggðina í tæp tvö ár.
Oft á tíðum hafa takmarkanir haft veruleg áhrif á íþróttastarf en að þessu sinni verður það ekki.
Úr reglugerð Willums:
Íþróttaæfingar og keppnir barna og fullorðinna eru heimilar, jafnt með eða án snertingar, fyrir allt að 50 manns.
Því geta knattspyrnuleikir farið og aðrar íþróttagreinar geta haldið áfram með góðu móti