fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Öflug Amanda yfirgefur Noreg og heldur í sterkari deild

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 11. desember 2021 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Andradóttir er á förum frá Valarenga í Noregi og mun leika í sterkari deild á næstu leiktíð. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Mun hún skrifa undir samning hjá nýju félagi á næstu dögum.

Amanda, sem verður 18 ára síðar í mánuðinum, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í ár. Hún valdi það að leika fyrir íslenska landsliðið fram yfir það norska. Gat hún valið á milli landanna þar sem faðir hennar er íslenskur og móðir hennar norsk.

Amanda hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Valarenga. Hún var til að mynda valin efnilegasti leikmaður félagsins í ár og þá var mark hennar einnig valið það flottasta í norsku úrvalsdeildinni. Markið, sem hún skoraði gegn Klepp, er einnig tilnefnt sem mark ársins í öllum deildum í Noregi í karla -og kvennaflokki. Hægt er að kjósa mark hennar með því að smella hér.

Áður en Amanda fór til Valarenga í fyrra lék hún með Nordsjælland í Danmörku.

Hér fyrir neðan má sjá mark Amöndu gegn Klepp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“