Sir Alex Ferguson mun á næstunni velja draumalið leikmanna af ferli sínum en hann átti mörg góð ár hjá félaginu.
Ferguson lét af störfum árið 2013 og oft hefur verið teiknað upp draumalið Ferguson en aldrei hefur komið lið sem hann velur sjálfur.
Fyrsti maður á blað í liðinnu væri Dennis Irwin sem átti góðan feril hjá félaginu sem vinstri bakvörður.
Irwin var áreiðanlegur leikmaður sem gaf allt sitt í leikinn. „Ég myndi alltaf velja Irwin fyrst, ég kallaði hann alltaf átta af tíu,“ sagði Ferguson.
„Hann gaf allt sitt í þetta, einu sinni gegn Arsenal gaf hann sendingu til baka sem Bergkamp komst inn í og skoraði. Ég var spurður um atvikið eftir leik og hvort ég væri ekki pirraður.“
„Ég sagði þeim að ein mistök á tíu árum væri í lagi, hann var magnaður leikmaður.“