fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Sif fylgir eiginmanni sínum á Selfoss

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 11:29

Mynd/Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við landsliðskonuna Sif Atladóttur um að leika með liði félagsins á komandi keppnistímabili.

Sif, sem er 36 ára varnarmaður, hefur undanfarin tíu ár leikið með Kristianstad í Svíþjóð og er hún leikjahæsti Íslendingurinn í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar. Áður lék hún með Saarbrücken í Þýskalandi og hér heima með Val, Þrótti, FH og KR. Hún er þriðja leikjahæsta knttspyrnukona Íslandsfrá upphafi, hefur samtals leikið 325 deildarleiki og 84 A-landsleiki.

„Ég er mjög spennt fyrir því að spila fyrir Selfoss á næsta ári. Ég fylgist alltaf með deildinni heima þó að ég hafi verið erlendis og það hefur verið gaman að sjá stígandann hjá Selfoss síðastliðin ár. Það eru margar ungar og efnilegar stelpur sem hafa fengið stór hlutverk í liðinu og þarna er flottur hópur sem verður gaman að fá að kynnast,“ segir Sif.

„Eftir 12 ár erlendis verður gaman að koma heim og Selfoss er spennandi staður. Það hefur verið mikil uppbygging í sveitarfélaginu og það virkar á mig eins og það sé mikil samheldni í bænum. Þarna er aðstaðan og umgjörðin fyrir íþróttafólk til fyrirmyndar og speglar uppganginn í íþróttalífi bæjarins. Svo hlakka ég til að sjá fallega miðbæinn sem nánast allir sem ég tala við hafa gengið um,“ segir Sif og bætir við að hún hlakkar til að sjá stuðningsfólk Selfoss í stúkunni næsta sumar.

Eiginmaður Sifjar, Björn Sigubjörnsson tók við þjálfunn Selfoss á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot talinn horfa til Barcelona

Slot talinn horfa til Barcelona
433Sport
Í gær

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Í gær

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika